05.04.1949
Neðri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (3389)

49. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Það eru aðeins örfá orð. Það er nú raunar sama og berja höfðinu við steininn að deila við hv. þm. Siglf., sem neitar staðreyndum. Ég gat þess, að þeir aðilar, sem vildu fá kaup sitt bætt, tefldu því hvergi fram sem rökum fyrir sínu máli, að afnema ætti vísitölubindinguna. Þar er ekkert samband á milli, þetta stendur óhaggað. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að svara köpuryrðum þessa hv. þm., þau eru svo alþekkt. Og þeir, sem þekkja hinn pólitíska starfsferil hans, taka ekki yfrið mikið mark á þessum orðum.