22.04.1949
Neðri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í C-deild Alþingistíðinda. (3533)

47. mál, menntaskólar

Frsm. (Páll Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þegar hin nýja löggjöf um skóla og fræðslu í landinu var hér til umr. fyrir 2–3 árum, þá var það einn þátturinn í henni að setja lög um menntaskóla. Þar segir svo, að menntaskólarnir skuli vera tveir, á Akureyri og í Rvík, og auk þess skuli setja þann þriðja á stofn í sveit, þegar Alþ. veiti fé til þess í fjárlögum. Þessu ákvæði hefur enn ekki verið framfylgt, heldur hefur Alþ. þvert á móti orðið að skera niður fjárveitingu til hinna tveggja, Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans í Rvík. Hér er farið fram á, að Alþ. lögfesti, að menntaskólarnir skuli vera fimm, þ. e. á Akureyri, Rvík, Eiðum, Ísafirði og Laugarvatni. Menntmn. athugaði þetta mál og fékk í því skyni ýmis skjöl hjá fræðslumálastjórninni. Niðurstaðan varð sú, að n. varð sammála um, að meðan Alþ. sér sér eigi fært að veita fé til að leysa ýmis verkefni, sem liggur fyrir í skólamálunum, þá sé ekki ástæða til að stofna 5 menntaskóla, og samþ. n. að skora á hæstv. deild að afgr. málið með rökst. dagskrá, sem prentuð er á þskj. 528. Sé ég svo eigi ástæðu til að fjölyrða meira um þetta mál að svo stöddu.