25.04.1949
Neðri deild: 92. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í C-deild Alþingistíðinda. (3576)

34. mál, fjárhagsráð

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Það er nú langur tími liðinn síðan málinu var vísað til hv. fjhn. Minni hl. hefur gefið út álit á þskj. 416, en ekki er enn komið álit frá hv. meiri hl. n. En e. t. v. er þess ekki langt að bíða.

Með frv. fylgir alllöng og ýtarleg greinargerð, og einnig var það skýrt við 1. umr. málsins, svo að ég sé eigi ástæðu til þess að fjölyrða um það að sinni, nema tilefni gefist, en legg til, eins og segir á þskj., 416, að frv. sé samþ.

Á þskj. 97 flytur hv. þm. A-Húnv. allmargar brtt. og sumar þannig, að ég legg á móti því, að þær verði samþ. Annars hefur hv. flm. ekki gert grein fyrir brtt. sínum enn þá, svo að ég mun eigi ræða þær að sinni.