03.02.1949
Neðri deild: 57. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

17. mál, kjötmat o.fl.

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég lít svo á, að þetta bráðabirgðaákvæði sé rétt til þess að forða árekstrum og til þess að taka af mönnum mikla erfiðleika meðan verið er að koma þessum málum í fullkomið horf, en það má búast við, að það taki langan tíma. Ég lít svo á, að þar sem segir í bráðabirgðaákvæðinu, að þetta sé heimilt þar til öðru vísi verður ákveðið, þar sé átt við þar til öðru vísi verður ákveðið af ráðh., sem með þessi mál fer. Ég lít þannig á, að undir vissum kringumstæðum sé betra fyrir ráðh. að hafa þessa heimild í l. til þess að greiða fyrir þessum viðskiptum, þar sem mjög er örðugt að þræða bókstaf l. En hins vegar tel ég rétt, að hver, sem með þessi mál færi, reyndi að fóta sig á því að gefa þessi leyfi ekki örar út heldur en mögulegt er að komast af með til þess að forðast stórvandræði meðal þeirra, sem þurfa að losna við sláturkjöt á þennan hátt, og ætti þar af leiðandi ekki að vera neinn voði fyrir framkvæmd l. í heild, þó að þessi háttur sé hafður á l.