28.03.1949
Sameinað þing: 57. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (4607)

169. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Jónas Jónson:

Herra forseti. Það leiðir af sjálfu sér, að tæplega er hægt að búast við, að 4/5 hlutar Alþingis, sem standa að ríkisstj., úr mörgum flokkum, séu ánægðir með allar gerðir stj., en afstaðan til þessarar stj. er, að því er mig snertir, mörkuð af tveimur meginmtálum. Mér var ljóst fyrir 26 árum, að um leið og byltingarflokkur byrjaði að starfa á Íslandi, hlytu borgarar landsins að sameinast gegn þeirri hættu, sem stafaði af þessum flokki, minni ágreiningsefni yrðu að víkja fyrir vörn hins frjálsa þjóðskipulags. Árið 1939 var mynduð ríkisstj. á þessum grundvelli. Með þeim borgfriði, sem þá skapaðist, var þjóðin sameinuð í styrjaldarháskanum og lýðveldismyndunin ákveðin og undirbúin. Nú hafa borgaraflokkarnir aftur tekið höndum saman um ríkisstj: Þeir hafa beitt sér eftir megni gegn byltingarhættunni. Oft hafa þessi átök verið veik, en þó stefnt í rétta átt. En allar líkur benda til, að þessar stj. muni takast að endurtryggja íslenzka lýðveldið. 4. apríl 1949 á að verða næst eftir 17. júní 1944 mikill merkisdagur í frelsisbaráttu Íslendinga. Vegna hins borgaralega samstarfs og aðgerða ríkisstj. í bandalagi þingstjórnarlandanna segi ég nei.