25.02.1949
Sameinað þing: 44. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í D-deild Alþingistíðinda. (4827)

73. mál, Kaldaðarnes í Flóa

Pétur Ottesen:

Það hefur legið hér fyrir þessu þingi önnur till., sem hefur, svona í daglegu tali, fengið nafnið Silfurtún. Þessari till. hefur verið vísað til n. Nú skilst mér, að það mætti telja þessar till. nokkurs konar systurskip hér á Alþ., og teldi ég því ekki illa til fallið að láta þær í meðferð þingsins stinga stafni við báðar í sömu höfninni hér, hvað lengi sem þær kynnu að dveljast þar og hvar sem þeim svo yrði ráðið til hlunns að lokum. Segi ég á þessu stigi málsins nei við þessari till.

Till. um að vísa till. til fjvn. felld með 18:13 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HB, IngJ, PO, SigfS, SG, SEH, StSt, StgrA, ÞÞ, ÁkJ, ÁS, GJ, JPálm.

nei: GÞG, HÁ, HV, HelgJ, HermJ, JJós, JG, JJ, LJós, ÓTh, PÞ, SÁÓ, StJSt, StgrSt, BSt, BK, BÓ, EE.

JS, JörB, PZ, SB, SkG, ÁÁ, BG, BÁ, EystJ, FJ greiddu ekki atkv.

11 þm. (GÍG, GTh, HermG, JóhH, KTh, LJós, SK, BBen, BrB, EOl, EmJ) fjarstaddir.

5 þm. gerðu grein fyrir atkv.: