24.11.1948
Sameinað þing: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í D-deild Alþingistíðinda. (5141)

916. mál, tímarita- og blaðasafn Helga Tryggvasonar

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi hefur haft yfir fyrir spurnina. Svörin eru þessi: Ríkisstj. hefur notað heimildina. Safnið var keypt fyrir 300 þús. kr., 30 þús. kr. greiðast strax, 270 þús. kr. með skuldabréfum, sem greiðast á næstu árum, eitt á hverju ári. Vextir eru 4%. Það var ekki talið rétt af ráðun. að láta meta safnið. Það þótti of áhættusamt vegna þess, hve flöktandi hugmyndir manna eru um verðmæti slíkra safna. Um safnið var samið, og var það ófáanlegt fyrir minni fjárhæð, en um samdist. Aðrir kaupendur voru til, og hefði ríkisstj. ekki keypt safnið, þá hefði það sundrazt. Ríkisstj. vildi, þegar þannig stóð á, heldur kaupa safnið, en að láta sundra því. Ég hef svo ekki fleira um þetta að segja.