18.10.1948
Neðri deild: 5. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 523 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

8. mál, Landsbókasafn

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. þetta var lagt fyrir síðasta þing, en varð þá eigi afgreitt. — Frv. er undirbúið af nefnd, sem falið var að íhuga rekstur Landsbókasafnsins og annarra opinberra bókasafna. Það var farið fram á, að þetta væri íhugað, vegna þess, að nokkuð þótti skorta á eðlilegt samstarf og verkaskiptingu milli safnanna. Nefndin skilaði áliti, og frv. er byggt á því nær óbreyttu. Aðalatriðið er að festa í l. nokkrar reglur varðandi Landsbókasafnið og tryggja samvinnu milli þess og Háskólabókasafnsins og fleiri sérfræðibókasafna. Gert er ráð fyrir sérstakri skráningarmiðstöð, og má fela háskólabókasafninu forstöðu hennar að fengnu samþykki háskólaráðs. — Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið, en legg til, að því verði vísað til menntmn.