09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (881)

8. mál, Landsbókasafn

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti Ég vil bara benda á, að ég tel meðferð þessa máls vera sýnishorn af því, hvernig hún á ekki að vera. Við 1. umr. þessa máls hreyfir dómsmrh. því, að hann óski eftir upplýsingum. Í stað þess að afla þeirra og koma með þær fyrir 2. umr. er málið tekið fyrir til 2. umr., án þess að þessara upplýsinga hafi verið aflað, og sagt, að þær komi fyrir 3. umr. Síðan er málið búið að vera á dagskrá í hálfan mánuð, en er aldrei tekið til umr. Og nú, þegar allt er komið í eindaga, koma upplýsingarnar.