09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (888)

8. mál, Landsbókasafn

Hannibal Valdimarsson:

Ég heyrði, að dómsmrh. telur fært að ógilda skipunarbréf tveggja þeirra bókavarða, sem við landsbókasafnið starfa, því að ekki sé lagastafur fyrir útgáfu þeirra. Ég hélt þó, að skipunarbréfin væru á ábyrgð þeirra ráðh., sem hafa gefið þau út, og held því, að þessir menn gætu fengið úr því skorið fyrir dómstólunum. Ég fæ því ekki skilið, þegar hæstv. dómsmrh. segir, að segja megi. þessum mönnum upp.

Það hefur verið sagt hér af hæstv. ráðh. og hv. þm. Barð., að þetta mál sé ágætt dæmi um það, hvernig ríkisreksturinn blási út, og þá eigi að setja lög um að stöðva útblásturinn. En það er einmitt það, sem hv. þm. Barð. og hæstv. dómsmrh. eru að bregða fótum fyrir. Þessi till. hv. þm. er því með öllu ástæðulaus, nema því aðeins að komið sé með till. um að draga allverulega starf safnsins saman, stytta starfstíma þess o.fl., en engin till hefur komið fram í þá átt; þess vegna er þessi brtt. ótímabær með öllu.