02.05.1950
Efri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 667 í B-deild Alþingistíðinda. (1050)

96. mál, ríkisreikningurinn 1946

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil bara benda á það, að þótt sú sé venjan, að ríkisreikningurinn fari nálega umræðulaust gegnum Alþingi, þá liggja alltaf fyrir aths. endurskoðenda, þar sem segir: Skotið til aðgerða Alþingis. — Ég vænti, að hv. n. athugi, hvaða liðir það eru, sem er skotið til aðgerða Alþingis, svo að aths. endurskoðenda verði ekki aðeins dauður bókstafur.