17.05.1950
Efri deild: 113. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (1462)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Við 2. umr. mun ég bera fram brtt. við þetta frv., sem nú er komið frá hv. Nd. Ríkisstj. telur ákaflega brýna og aðkallandi þörf á því, að leyst verði úr fjárhagsvandræðum byggingarsjóðs þjóðleikhússins, og telur, að þær ráðstafanir, sem gerðar eru með frv., sem samþ. var í gærkvöld, fullnægi ekki þeim kröfum, sem gera verður til að bjarga við málinu. Þess vegna mun ég nú við 2. umr. leggja fram brtt. um frekari fjáröflun, sem ríkisstj. væntir, ef samþ. verða, að geti orðið til að bjarga þessu máli nokkurn veginn í höfn, a.m.k. nú fyrst í stað. Ég vænti þess, ef hv, d. sér sér fært að samþ. frv. með þeim breyt., sem lagðar verða fram, að málið fái afgreiðslu í hv. d. í dag.