17.05.1950
Efri deild: 115. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (1479)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

svikaferil í þessu sambandi og annað því um líkt. Ég skal játa, að það er mjög leitt, hvernig þær áætlanir, sem gerðar hafa verið, hafa staðizt. Það verður rannsakað á réttum vettvangi, en það getur ekki bjargað þessu máli, sem um er að ræða hér, að deila um það hér í þingsalnum. Ég hef ekki aðrar upplýsingar í þessu máli en þær, sem mér eru gefnar af þeim mönnum, sem að þessu standa, og ég sel ekki þær upplýsingar dýrara en ég keypti, og ég ber enga ábyrgð á, að þær upplýsingar séu réttar. Mér hefur verið sagt, að þjóðleikhúsbyggingunni sé svo að segja lokið, það geti verið eitthvað smávegis eftir, sem lítið kosti. Það hefur verið auglýst eftir reikningum á þjóðleikhúsið, og síðustu niðurstöðutölur þeirrar rannsóknar eru þær, sem liggja fyrir hér í þinginu í því frv., sem lagt er fram, þar sem talað er um, að ógreiddar skuldir leikhússins séu 3.3 millj. kr. — Aðrar upplýsingar get ég ekki gefið á þessu stigi, og ég tek enga ábyrgð á, að þær séu réttar.