11.12.1949
Efri deild: 12. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (1579)

32. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Frsm. (Gísli Jónsson):

Þetta hefði að sjálfsögðu verið tekið til greina, hefði það komið fram í n., en í n. minntist hv. þm. ekki á það. En það liggur einhvers staðar fyrir yfirlýsing frá stjórn þessa félags um, að þeir skuldbindi sig til að endurtryggja í Samábyrgðinni á sama hátt eins og önnur félög. Ef hins vegar þetta er ekki gert, þá liggur opið fyrir að setja þetta ákvæði í l., svo að ég sé ekki ástæðu til að tefja málið á þessu stigi þess vegna. Ég óska þess vegna, að málið gangi óbreytt frá hv. d. í þetta skipti.