02.02.1950
Efri deild: 46. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1777)

102. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Út af því, sem hv. frsm. sagði, vil ég taka fram, hvort það orki ekki tvímælis, að gjaldið falli niður fyrir janúarmánuð. Má búast við, að í janúar hafi eitthvað fallið til í sjóðinn. Ef svo er, að gjald hafi verið tekið fyrir janúar, þá verkar þetta aftur fyrir sig. Ég bendi á þetta, því að svipað hefur komið fyrir, t.d. með benzín, og væri þá rétt að setja í gr., að ákvæði frv. giltu frá 1. jan. 1950. Þetta er ekkert kappsmál af minni hálfu; vildi aðeins benda á þetta.