21.04.1950
Neðri deild: 86. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í B-deild Alþingistíðinda. (2077)

44. mál, verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af ræðu hæstv. forsrh. Ég vil benda á það, að undanfarin 6 ár hefur þessi embættismaður heitið verðlagsstjóri, þó að hann hafi ekki verðlagsákvörðunarvald, og hefur það ekki sætt neinni gagnrýni fram til þessa. Nú er einnig fengin staðfesting á því, að starf hans eigi áfram að vera það að safna skýrslum og gera till. til fjárhagsráðs um verðlag í landinu, og er þá óþarfi að skipta um nafn. Ég hef í sjálfu sér ekkert að athuga við orðið verðgæzlustjóri og hefði vel getað sætt mig við það, ef það hefði verið frá upphafi, en mér finnst það óeðlilegt að vera að breyta nafni hans nú, því að það mætti óneitanlega skilja svo sem einhver breyting hefði átt sér stað, sem verulegu máli skipti, en slíkt held ég að sé ekki meiningin með þessu frv.