13.03.1950
Efri deild: 71. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1396 í B-deild Alþingistíðinda. (2251)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Eins og hv. þm. munu hafa tekið eftir, þá hefur verið útbýtt till. til þál. á þskj. 417 frá mér og meðflm. mínum á þá leið, að ríkisstj. sé falið að athuga eignar- og umráðarétt yfir kristfjárjörðum og öðrum eignum, er líkt stendur á um, og gefa hæstv. Alþingi skýrslu um það mál. Ég hef athugað þetta nokkuð og telst svo til, að kristfjárjarðir muni vera um 22 og gjafasjóðsjarðir 27, en jarðir, sem taldar eru hreppseign, um 96. Þessar jarðir eru allar svo settar, að óumflýjanlegt er að athuga gaumgæfilega, hvort ekki skuli taka aðrar ákvarðanir varðandi umráðarétt þeirra, en til segir í gjafabréfunum. Ég mun af þessum ástæðum taka aftur till. mína á þskj. 412, enda þótt ég telji engan vafa á því leika, hvernig ástatt er með þá jörð. Geri ég það í trausti þess, að ríkisstj. láti fara fram áðurnefnda allsherjar rannsókn, enda þótt maður hafi oft orðið leiður á því að bíða eftir framkvæmd slíkra rannsókna, t. d. í læknamálinu og rannsókn varðandi embættisbústaðina. En þótt svo sé, tek ég till. mína aftur að þessu sinni.