09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (2416)

103. mál, skógrækt

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil eingöngu benda hv. þm. Barð. á það, að skaplegra er að vera með brtt. en með gr., ef brtt. væri ekki samþ. Í báðum tilfellunum er synjað um yfirmat, en frv., eins og það er, gengur miklu lengra á móti mönnum en brtt., ef hún yrði samþ. Frá sjónarmiði hv. þm. Barð. skilst mér, að brtt. hv. 11. landsk. yrði til nokkurra bóta, hvort sem hann að lokum verður með gr. eða ekki. Eftir hans eigin rökum er brtt. miklu geðfelldari en gr., eins og hún er. Má athuga, hvort ekki væri rétt að breyta þessu ákvæði og taka fram, að yfirmat megi fara fram, þegar svona stendur á. Ég mundi því óska, að hæstv. forseti vildi fresta málinu um stund, meðan ég byggi til brtt. um það.