09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í C-deild Alþingistíðinda. (2580)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Landbrh. (Hermann Jónasson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess, að þetta er gert í samráði við mig. Brtt. eru orðnar svo margar, og þeir hv. þm., sem þær flytja, setja þær að jöfnu við þá undanþágu, sem í frv. er farið fram á að veitt sé áhugamönnum um skógrækt, og vitandi það, að það verður aldrei hægt að veita allar þær undanþágur, eru þeir, eins og hv. 11. landsk. þm. sagði, orðnir ráðbanar málsins. Þess vegna er ástæðulaust að vera að þvæla með það lengur, vegna þess að vitað er, að það getur aldrei orðið samþ.