13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í C-deild Alþingistíðinda. (2635)

141. mál, verðjöfnun á benzíni

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Örfá orð út af því, sem hv. þm. Ísaf. sagði. Meining n. er alveg sú sama sem hv. þm. var að hafa á orði, að máske væri betra að orða rökst. dagskrána eins og hann tiltók. Og það er meiningin, að ríkisstj. hafi framkvæmd málsins einmitt á þann hátt eins og hv. þm. hafði á orði. En Alþ. getur ekki snúið sér annað, en til ríkisstj. um framkvæmdina og hún svo aftur til fjárhagsráðs viðvíkjandi verðlagningunni hjá olíufélögunum á þessum vörum, þannig að það vakir nákvæmlega það sama fyrir n. eins og fram kom hjá hv. þm. Ísaf. Að því leyti held ég því, að það þurfi ekki að breyta hinni rökst. dagskrá í þetta horf, sem hv. þm. greindi, því að ríkisstj. verður að fara eftir þeirri leið, sem fyrir liggur um slíka framkvæmd af ríkisstj. hálfu.