03.03.1950
Efri deild: 68. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2716)

37. mál, sveitarstjórar

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja málið með langri ræðu, en ég er sammála hv. 1. þm. Eyf. (BSt), að ef nú eigi að fara að skipa sveitarstjóra, sem jafnframt er ætlað að fara með störf hreppstjóra, þá er hér um svo ólíka skipan á sveitarstjórnarmálum að ræða, að nauðsynlegt má teljast að endurskoða lögin um kosningu hreppstjóra. Hér er um að ræða starfsmann, sem hreppsn. ráða. Ef sameina á þetta breytingu á l. um kosningar hreppstjóra, kemur allt annað viðhorf til greina. Hreppstjórar eru skipaðir af öðrum aðila og til annarra starfa, en oddvitar.