28.02.1950
Efri deild: 65. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í C-deild Alþingistíðinda. (2796)

23. mál, viðskiptasamningar milli Íslands og Póllands

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti.

Þegar viðskiptasamningurinn milli Íslands og Póllands var gerður 1949, var það gert á grundvelli jafnvirðiskaupa. Allar greiðslur skyldu fara fram í dollurum, en pólska þjóðbankanum og Landsbankanum falið að annast þessi clearing-viðskipti. Nú var pólsku vörunum skipað hingað fyrr, en hægt var að afgreiða þær, sem láta átti í staðinn, en við það myndaðist skuld í bankanum, enda mun ekki vera búið að flytja allar vörurnar út enn. — Eins og kunnugt er hækkaði gengi dollarsins gagnvart íslenzkri krónu á árinu 1949, og varð það til þess, að setja varð brbl. þau, sem hér er leitað staðfestingar á, enda verður að telja, að það hafi verið eina færa leiðin eins og á stóð. Fjhn. hefur athugað málið og komizt að raun um réttmæti þess og leggur því til einróma, að það verði samþ. Að vísu skrifar einn nefndarmaður (BrB) undir nál. með fyrirvara, en mér er ekki fyllilega ljóst, á hverju sá fyrirvari byggist. — Að svo mæltu vil ég endurtaka þá till: n., að málið verði samþ. óbreytt.