18.04.1950
Efri deild: 90. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í C-deild Alþingistíðinda. (2999)

85. mál, eyðing refa og minka

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hef enga ástæðu til að gera grein fyrir nál., þar eð ég veit ekki, hvað n. hefur gert. Ég vildi spyrja n., hvort hún hefði athugað, hvaða kostnað þetta hefði í för með sér fyrir ríkissjóð, og eins hve útbreiðsla minksins væri mikil, og enn fremur að fá upplýsingar um það, hvaða ráðstafanir hreppsnefndir þær, sem hér eiga hlut að máli, hafi gert til að eyða minknum, og hvort sýslunefndir hafi tekið eyðingarstjóra og hvaða árangur hafi þá orðið af því. Ég vil enn fremur spyrja hv. 2. þm. Árn., hvað n. hafi gert, því að ég var ekki starfandi í n., þegar þetta mál var afgreitt. Ég er yfirleitt á móti n. í þessu máli og mun ekki undirskrifa nál., nema nýjar upplýsingar komi, sem ég ætla, að nú liggi ekki fyrir.