17.02.1950
Efri deild: 57. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (3189)

45. mál, fiskimálasjóður

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég hef áður lýst skoðun minni á þessu frv. Það hefur nú að vísu verið stórbætt, en ég tel ekkert vit í því að binda ríkissjóði einlæga bagga, án þess að sjá fyrir tekjum á móti. Hér er enn fremur verið að efla stofnun, sem hefur það ekki fyrir sitt fyrsta hlutverk að lána út, og tel ég, að frekar hefði átt að efla Fiskveiðasjóð Íslands, ef aukið lánsfé hefði verið markmiðið. Ég segi því nei við frv.