07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (3727)

70. mál, uppbætur á ellilífeyri o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér mikið í þessar umræður, en vil þó gera grein fyrir fylgi mínu við þessa rökst. dagskrá. Ég tel, að með samþykkt dagskrártill. sé tryggt, að bótaþegarnir fái það, sem hún nær, en með samþykkt aðaltill. er eins víst, að engin uppbót verði greidd. Eins og þm. muna, var hnýtt aftan við till. um uppbótargreiðsluna til opinberra starfsmanna, að líka skyldi greidd uppbót á eftirlaun. Síðan þessi till. var samþ., eru liðnir tveir mánuðir, og það bólar ekki hið minnsta á þessari uppbátargreiðslu enn. Ríkisstj. er að vísu ekki skylt að greiða þessa uppbót, enda hefur hún notað sér það, og þessi reynsla sýnir, að hún telur sig ekki bundna af samþykkt meiri hl. Alþingis og þar af leiðandi litlar líkur til, að ellilífeyririnn yrði greiddur eftir þessari till., þó að hún væri samþ.