17.12.1949
Neðri deild: 16. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1544 í B-deild Alþingistíðinda. (54)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það er ákaflega ódýr skemmtun, ef Framsfl. heldur, að hann geti losað sig við ábyrgðina af dýrtíðinni í landinu með því að segja, að ég hafi talið, að með einu pennastriki væri hægt að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar í landinu. Ég bið hann að finna þessi orð mín, hvar þau standa.

Það gæti orðið langt mál að fara að ræða um það, hvaða hlut hver og einn hafi átt að vexti dýrtíðarinnar. Hann hefur ætlað að ná öðrum tökum á henni, en það hefur lítinn ávöxt borið, en það allt er lengri saga en svo, að útgerðin megi bíða eftir lausn sinna mála, meðan það væri allt rifjað upp og rætt.