10.03.1950
Neðri deild: 63. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Forseti (SB):

Eins og hv. þm. hafa heyrt, er á það lögð mikil áherzla af hæstv. ríkisstj., að þessu máli verði hraðað. Sá háttur verður því á hafður að, að því leyti verður orðið við ósk hv. þm. V-Húnv., að málið verður nú tekið fyrir til 2. umr. og lokið framsögu þess hluta hv. fjhn., sem skilað hefur áliti, en umr. síðan frestað, þannig að öllum hlutum hv. fjhn. gefist tækifæri til þess að skila nál., og þá væntanlega fyrir næsta fund, sem yrði haldinn á morgun.