01.03.1951
Efri deild: 79. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég skal senda hæstv. ráðh. öll þau gögn, sem þessum viðskiptum eru viðkomandi. Sumt af þessum upplýsingum vissi utanrrn. og sumt vissi sjútvmrn. Hér er um það að ræða, að Nationalbankinn danski neitaði að láta þessar greiðslur af hendi nema inn á lokaða kontó í Landsbankanum. Ég taldi mig ekki hafa neina heimild sem alþm. til að vinna að því, að slíkt yrði gert. Ég var fullkomlega sammála þeim ráðh., sem ég ræddi við í sambandi við þetta mál, að það ætti ekki að selja vörur þannig, en skil hins vegar ekki í því, að viðskipti við annað land þurfi að fara fram á þann hátt eins og verið hefur í sambandi við vörur, sem á okkar mælikvarða má kalla gullvörur, eins og m.a. fiskimjöl. En ég skal með ánægju strax á morgun senda hæstv. ráðh. öll gögn, sem ég hef varðandi þetta mál, því að það er sannarlega alvörumál, þegar það bregzt fyrir okkur að geta sætt hagkvæmri sölu á vörumagni, sem er allt að 2000 tonn, vegna þess að viðkomandi land vill loka þau viðskipti inni með greiðslu til nokkurra ára.