15.12.1950
Efri deild: 41. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

127. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Brynjólfur Bjarnason:

Ég geri ráð fyrir, að hv. þm. Barð. hafi getið þess, að n. klofnaði um málið, og nál. frá mér liggur enn ekki fyrir. Ég er andvígur þessu frv., og það er æði skrýtið, að hv. Alþingi skuli þurfa að eyða tíma í að ræða þetta mál á hverju ári. Ég hef verið andvígur þessu frv. og tel enga frambærilega ástæðu til að ívilna félaginu um skatta; því hefur græðzt svo mikið fé á undanförnum árum. Hér er um svo lítil skilyrði að ræða, og mundu sjálfsagt fleiri vilja njóta þessara hlunninda, ef boðið væri.