20.10.1950
Efri deild: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

7. mál, skólastjóralaun og kennara við barnaskóla

Frsm. meiri hl. (Karl Kristjánsson):

Þetta er ekki rétt skilið hjá þm. Barð. Hugmyndin að láta ríkið borga er aðeins lítil breyting á afgreiðslu málsins, ef dagskráin yrði samþykkt. Endurskoðun launalaganna þarfnast breytinga, en ekki ætla ég að stofna til slíkra breytinga. Hugarfarsbreytingu þarf m.a. til þess.