22.01.1951
Efri deild: 53. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (2700)

156. mál, almannatryggingar

Finnbogi R. Valdimarsson:

Herra forseti. Það var aðeins út af síðustu orðum hv. 4. þm. Reykv., um að hann sjái ekki ástæðu til, að frv. sé vísað til n. Eins og fram kom í ræðu hv. þm., átti ég þess ekki kost að sitja fund í n., er þetta frv. var til meðferðar, en þetta frv. allt er þannig vaxið, að ég vildi mjög gjarnan eiga þess kost að ræða það við hv. meðnm. mína.

Ég ræði ekki hér einstök atriði frv., en legg áherzlu á það, að ég óska eindregið eftir því, að málinu sé vísað til nefndar.