19.02.1951
Efri deild: 74. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í C-deild Alþingistíðinda. (3241)

96. mál, fjárhagsráð

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér er til umr., hefur verið athugað af fjhn. d., og hefur hún gefið út nál. á þskj. 505 fyrir rúmum mánuði. En af ástæðu, sem d. er kunn, hefur málið ekki verið tekið til umræðu þennan tíma. Frv. felur í sér rýmkun fjárfestingarleyfa fyrir smáíbúðir í landinu í samræmi við ákvæði laga um fjárhagsráð. Ég hygg, að með frv. sé ætlazt til, að ekki þurfi fjárfestingarleyfi til smærri framkvæmda, eins og komið hefur fram í Sþ.

Nú hefur það verið þannig undanfarið, að haldið hefur verið mjög fast í fjárfestingarleyfi. Þetta frv. er því komið fram, til að ráða bót á þessu ástandi. Þó að n. hafi verið sammála um afgreiðslu málsins og enginu skrifað undir með fyrirvara, hafa tveir menn úr n. (BSt og KK) viljað fá n. til að flytja brtt. á þskj. 264, en um það hefur ekki orðið samkomulag. Ég geri ráð fyrir því, að þeir geri grein fyrir afstöðu sinni, eins og þeir gerðu í n., og þar óskuðu þeir eftir rétti til að flytja brtt. síðar. Það varð samkomulag í n. um að leggja til, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir, en einstakir menn í n. óskuðu sér réttar til að flytja brtt. eða fylgja öðrum.

Fyrir hönd n. vil ég leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það er á þskj. 170.