06.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í D-deild Alþingistíðinda. (4054)

85. mál, dagskrárfé útvarpsins

Frsm. minni hl. (Lúðvík Jósefsson) :

Herra forseti. Eins og fram hefur komið, þá varð allshn. ekki ásátt um afgreiðslu þessa máls. Ég var í minni hl. og taldi eðlilegt að breyta till. eins og lagt er til á þskj. 223. En mín meginbreyting er, að till. verði gerð almenn og það verði ekki útvarpið eitt, sem til greina komi, heldur ef þörf þyki á því, að það verði rannsakaður rekstur ríkisstofnana almennt. Og er ekki, eftir því sem hér hefur komið fram áður, full ástæða til að athuga rekstur annarra stofnana auk útvarpsins? — Þetta er meginatriði, sem ég legg til að gert verði til breytingar á tillögunni.

Ég þarf svo ekki að fara fleiri orðum um þetta. Ég hygg, að það liggi ljóst fyrir og þm. geti ákveðið, hvort þeir vilja taka útvarpið eitt, en sleppa öðrum ríkisfyrirtækjum. — Vil ég svo vænta þess, að brtt. mín verði samþ.