14.11.1950
Efri deild: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (421)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (BSt) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hv. þm. Vestm.:

„Reykjavík, 13. nóv. 1950.

Með því að ég þarf að fara til útlanda á morgun til þess að sitja sem einn af fulltrúum Íslands framhaldsfundi ráðgjafarþings Evrópuráðsins í Strasbourg, en þeir hefjast um miðjan þennan mánuð, leyfi ég mér að biðjast fjarvistarleyfis þann tíma, sem þessi ferð tekur mig, væntanlega nálægt tveim vikum.

Virðingarfyllst, Jóhann Þ. Jósefsson.“