29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í D-deild Alþingistíðinda. (4338)

94. mál, Keflavíkurflugvöllur

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Hæstv. flugmrh. sagði á síðasta fundi Sþ., að þótt hann væri ekki af vilja gerður til að svara þessari fsp., þá gat mér samt skilizt á honum, að hann ætlaði að sætta sig við að gera það, og ég vil benda honum á, að samkvæmt þingsköpum er hann skyldugur til að svara fsp. þm., og ég á bágt með að skilja, að það sé svo erfitt að svara fsp. minni. Ég vil t. d. benda hæstv. ráðh. á það, að ef hann vildi snúa sér til bandaríska sendiráðsins hér, mundi hann þar umsvifalaust fá upplýsingar varðandi þetta mál og gæti svarað fsp. minni þegar í stað.