16.11.1951
Efri deild: 30. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (1262)

95. mál, eyðing svartbaks

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég verð að benda á það, að hv. frsm. sagði algerlega rangt frá, þegar hann sagði, að því væri ekki haldið fram, að eiturdauði fugla væri ekki seigdrepandi og kvalafullur. Í grg. stendur, með leyfi hæstv. forseta: „Það hefur verið sagt af mörgum, einkum þeim, sem dýravinir þykjast vera, að eiturdauðinn sé mjög kvalafullur og jafnvel seigdrepandi. Þótt það megi segja með nokkrum sanni um nokkur spendýr, er allt annað um fugla.“ Það á með öðrum orðum að neita því, að eiturdauðinn sé kvalafullur fyrir fugla. Hitt harma ég, að þessir hv. þm. skuli ekki skilja fuglamál, því að ef þeir kynnu það, mundu þeir eflaust geta frætt okkur um sitthvað. Hins vegar, ef skotlistinni hefur hrakað svo mjög sem þeir láta, þá finnst mér, að það ætti ekki að vera að eitra, svo að þeir gætu skotið sem flesta fugla, sem þá væri ekki búið að drepa á eitri. (Rödd: Það væri nú nokkuð hart að fara að skjóta sama fuglinn og búið væri að drepa á eitri.)