29.11.1951
Neðri deild: 35. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (1296)

101. mál, þingsköp Alþingis

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég þarf ekki mikið að segja um þetta mál nú. Hv. þm. Siglf. hefur tekið fram flest það, sem ég hafði ætlað að tala um. Annað er það, að hæstv. atvmrh. hefur ekki gert sér ljós þau sinnaskipti, sem orðið hafa í atvinnumálum undanfarið, sérstaklega í fjhn. Ed. En það vill svo til, að einmitt nýlega hafa skotizt upp í nýjar upplýsingar um þetta og þær -liggja skjalfestar á Alþ. En í bréfi, er fjárhagsráð sendi fjhn., segir, að það treysti sér ekki til að bera ábyrgð á því gagnvart forráðamönnum. sjóðsins, að þetta verði gefið frjálst, og það er auðséð, að það er ECA, sem átt er við. M.ö.o., fjárhagsráð lýsir því yfir, að það verði fyrst og fremst að taka tillit til ECA sem síns yfirboðara í þessum efnum. Þetta liggur fyrir skjalfest í skjölum Alþ. Ég veit, að margir, m.a. helzti framkvæmdastjóri herstöðvanna hér á landi, eru mjög óánægðir yfir því, að okkur sósialistum var fengið þetta vopn í hendur. Síðan, eftir umr. hér, hefur fjhn. tekið til baka þessi orð, vegna þess að forráðamennirnir í Washington hafa kippt í spottann.

En þó keyrir fyrst um þverbak, er frv. kemur til Nd. Þá breytir d. frv. vegna þess, að það er bannað af ECA að gefa þetta frjálst.

Svo er það, sem hv. 1. þm. Árn. (JörB) sagði. Ég hélt, að það mundi aldrei koma fyrir mig að þurfa að kenna mínum gamla, góða kennara að lesa, en ég held, að hann skilji ekki, hvað felst í þessu frv. Frv. felur það í sér, eins og raunar er greinilega tekið fram í lok grg., að utanrmn. skuli skoðast sem hver önnur þn. Sú setning í gr., sem gaf n. rétt til að fjalla um utanríkismál milli þinga, hefur verið numin burt. Í staðinn fyrir skyldu til að bera utanríkismál undir n. er nú aðeins heimild til að hafa þessa 3 menn til ráðuneytis. Ef hv. 1. þm. Árn. er þetta ekki ljóst, er það af því, að hann hefur trúað öðru fyrir fram að óathuguðu máli og vill nú síðar ekki trúa öðru, þótt honum sé sýnt fram á það, — eða þá hitt, að hann ætlar að reyna að kingja þessum bita, þótt hann viti, að hann sé eitraður.