01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins viðvíkjandi einu atriði. Það hefur nokkrum sinnum komið hér fyrir áður, að mál væri flutt af n., og ég hef haldið því fram, og því hefur ekki verið mótmælt, að þó að maður sé í minni hluta í einni n., sem flytur mál, þá hafi sá maður rétt á að gefa út nál., án þess að málinu:é vísað sérstaklega til n. Ég held, að það hafi verið tíðkað að gera slíkt. Ég álít þannig, að minni hl. hv. iðnn. hafi fullt vald til þess að gefa út nál. um þetta mál, án þess að málinu sé vísað sérstaklega til n. Hins vegar er það rétt, að það tíðkast meir og meir, að n. flytji mál, og meiri hl. n. verður venjulega við því, og þá er rétt, að úr því sé skorið af þm. hvort í slíkum tilfellum hafi minni hl. n. yfirleitt ekki rétt á að koma með nál. um mál. Ég álít þannig, að minni hl. hafi þá rétt til að gera það.