20.11.1951
Neðri deild: 30. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Ég vildi aðeins leyfa mér að vekja athygli hæstv. forseta á því, samkvæmt þeirri yfirlýsingu, sem hann gaf í fundarbyrjun, að það vantar marga hv. þm. á fundinn, og spyrja, hvort ekki væri réttara, þar sem n., sem fer með málið, er ekki sammála um afgreiðslu þess, að hafa atkvgr. þegar fleiri eru á fundi, svo að vilji hv. þm. komi betur í ljós um málið.