05.11.1951
Neðri deild: 22. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1032 í B-deild Alþingistíðinda. (1688)

87. mál, jarðræktarlög

Flm. (Helgi Jónasson):

Þetta frv. á þskj. 142 fjallar um breytingu á II. kafla jarðræktarlaganna. 11. gr., þess efnis. að á eftir VII. c. komi nýr stafliður, þannig: „d. Geymsluhús fyrir garðávexti, enda séu þau svo vönduð, að þar sé örugg vetrargeymsla fyrir vörurnar, kr. 3.00 pr. m3.“

Þetta frv. er flutt vegna þess, að skortur á kartöflu- og grænmetisgeymslum er farinn að hafa veruleg áhrif í þá átt að draga úr framleiðslunni, þar sem bændur hafa ekki nægar og góðar geymslur fyrir þessar vörur og Grænmetisverzlun ríkisins hefur ekki getað tekið á móti því magni, sem boðið hefur verið fram. Þessar geymslur eru engu ónauðsynlegri en hlöður og heygeymslur, og virðist eðlilegt að styrkja þær á svipaðan hátt. — Ég þarf svo ekki að tala frekar um þetta, en vona, að frv. verði vel tekið og það samþ.