12.10.1951
Efri deild: 11. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

20. mál, hegningarlög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er einkennilegt, að ríkisstj. skuli ekki fylgja frumvörpum sínum úr hlaði, þegar þau eru lögð inn til 1. umr. Þetta kom fyrir hérna um daginn. Ríkisstj. hefur ekki svo mikið við sem að leiða frumvörp sín úr hlaði. Ég vil skora á forseta að taka ekki til umr. nein frv. ríkisstj., nema hún fylgi þeim úr hlaði. Það á ekki að viðgangast, að hún sýni Alþ. þá lítilsvirðingu að vilja ekki tala fyrir þeim frv., sem hún sjálf leggur fyrir Alþingi.