21.01.1952
Efri deild: 67. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (1985)

47. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Það voru gerðar allmiklar breytingar á þessu máli við síðustu umr. Vildi ég því óska eftir því, að málið verði tekið út af dagskrá, svo að n. fái tækifæri til að athuga, hvort þessar breyt. eru í samræmi við löggjöfina, og hún geti lesið saman frv. og lögin. Auk þess vil ég benda á, að með því að ákvæðið um þrjá verkamenn var fellt niður, er full ástæða til að fella 4. lið niður. Vil ég því óska eftir því, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá í dag, svo að n. fái tækifæri til að athuga þetta.