21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1209 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

78. mál, orkuver og orkuveitur

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Iðnn. hefur rætt þetta mál bæði milli 1. og 2. umr. og auk þess við raforkumálastjóra og haldið fund milli 2. og 3. umr. til að ræða þær brtt., sem fyrir liggja.

Frv. þetta er komið frá Ed., og er það á þskj. 447, um að veita ríkisstj. heimild til að virkja Fjarðará í Seyðisfirði í allt að 2000 hestafla orkuveri. Í öðru lagi að virkja Hvammsá eða Selá í Vopnafirði til raforkuvinnslu í allt að 500 hestafla orkuveri. Í þriðja lagi að virkja Fossá í Suðurfjörðum og í fjórða lagi að leggja aðalorkuveitu úr Landeyjum til Vestmannaeyja.

Nú hafa komið fram nokkrar brtt. Í fyrsta lagi till. á þskj. 543 frá hv. þm. N-Þ. um að bæta við heimild um að virkja Sandá í Þistilfirði í allt að 2900 hestafla orkuveri og leggja frá því aðalorkuveitur til Þórshafnar og Raufarhafnar. Í öðru lagi till. frá hv. þm. A-Sk. og hv. 5. landsk. þm. um að virkja Smyrlabjargaá í Austur-Skaftafellssýslu í allt að 1000 hestafla orkuveri. Í þriðja lagi till. á þskj. 643 frá hv. þm. Snæf. um að leggja háspennulínu frá væntanlegu raforkuveri við Fossá í Fróðárhreppi um Fróðárhrepp og Eyrarsveit, um Helgafellssveit að Hrísum og niður Þórsnes til Stykkishólms. Árið 1947 var búið að samþ. eða taka inn heimild til að virkja Fossá. Í fjórða lagi till. frá hv. þm. V-Húnv. um að virkja Víðidalsá eða Bergsá í Vestur-Húnavatnssýslu til raforkuvinnslu í allt að 1800 hestafla orkuveri og leggja frá því aðalorkuveitu til Hvammstanga. — Hér var um fjóra nýja liði að ræða. N. er sammála um að samþ. þessar till., og leyfi ég mér að afhenda þær forseta og vænti að þessum fjórum liðum verði bætt við, sem iðnn. mælir með til viðbótar. — Í sambandi við þetta er svo brtt. við 2. gr., um að auka þessar fjárhæðir í samræmi við þessa breyt. Legg ég svo þessa skriflegu brtt. til forseta.