06.12.1951
Efri deild: 38. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1304 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

109. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Út af því, að hv. 11. landsk. þm. minntist á atkvgr. út af brtt. á þskj. 337, frá hv. þm. Barð., þá þykir mér ástæða til að taka það fram, að ég fæ ekki séð, að það sé neitt athugavert við það, þó að sami hv. þm. beri fram brtt. við einstaka liði frv., því að sú brtt., sem nú er fram komin frá honum, verður undir öllum kringumstæðum borin fyrst upp, og ef hún yrði samþ., kæmu ekki aðrar brtt. frá honum til greina. Af þessum ástæðum gæti hann tekið brtt. aftur til 3. umr.