23.01.1952
Efri deild: 69. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (2311)

109. mál, skipun prestakalla

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Við fyrri meðferð þessa máls hér í þessari hv. d. gerði ég grein fyrir afstöðu minni til þeirra prestakalla, sem lagt var til að felld væru niður. Öll þessi prestaköll hafa nú verið tekin upp að nýju í hv. Nd. nema Mjóifjörður, og þar að auki hefur hv. Nd. tekið upp fjögur ný kennsluprestaköll.

Mér þykir sýnt, að ef frv. á að fá afgreiðslu á þessu þingi, þá verði öll prestaköll upphaflega frv. samþ. og ef til vill einhverjum bætt við. Þannig sé ég, að eins og frv. er nú, þá gerir það ráð fyrir fleiri prestum en voru í frv. milliþn. Mér finnst það því í ósamræmi við alla afgreiðslu málsins hér á hv. Alþ. að fella Mjóafjörð niður, og flyt ég því brtt. á þskj. 748 um, að hann verði aftur tekinn upp. Ég vænti þess, að hv. alþm. fallist á réttmæti till. minnar og greiði henni atkvæði.