29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í C-deild Alþingistíðinda. (2544)

34. mál, viðauki um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framlgj. o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins eitt, sem ég vil benda á í sambandi við þetta mál, að það eru þrjú lagafrv. á dagskrá í dag, sem öll eru um breyt. á þessum sömu l. Þessar breyt. eru allar brbl., sem sett voru í sumar, og allt eru það breytingar við svipaðar greinar laganna. Ég tel nú, að það færi betur á því, að allar þessar þrjár breyt. væru felldar saman. Það er orðið nógu erfitt fyrir almenning að átta sig á, hvað eru lög í landi hér, þó að þetta, sem vel getur átt saman, væri fellt í eina heild. Það mun koma í ljós, að þetta verður óþægilegra, ef ekki verður úr bætt, en það getur vel verið, að þetta megi gera í Ed., og skýt ég þessu hér fram til athugunar.