15.01.1952
Neðri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í C-deild Alþingistíðinda. (2617)

15. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft málið til athugunar, og leggur meiri hl til á þskj. 480, að málinu verði vísað til hæstv. ríkisstj., og er gerð grein fyrir því í nál. og til þess vísað, að fyrir Alþ. liggi till. til þál. um heildarendurskoðun skattalaganna. N. álítur, m. a. með tilliti til þess, að vísa beri þessu máli og öðrum um svipað efni, sem legið hafa hjá n., til hæstv. ríkisstj. Mál þessi hafa verið deilumál innan þingsins, mundu þau tefja mjög störf þess og þó mikill vafi, hvort næðu fram að ganga. En færi svo, að þau yrðu samþykkt, mundi það rýra tekjur ríkissjóðs og kæmu þeim fyrst og fremst til góða, sem hafa hæstar tekjur. — Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð. Hv. þm. hafa séð nál. meiri hl., og vísast til þess.