11.01.1952
Neðri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í C-deild Alþingistíðinda. (2862)

161. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Ég skal ekki fara frekar út í þetta, en vil aðeins benda á, út af þeirri villandi mynd, sem hv. þm. Hafnf. gaf, að skipulagsuppdrættir Reykjavíkurbæjar eru unnir á skipulagsdeild Reykjavíkurbæjar og á hans kostnað. Uppdrættir fyrir kaupstaði og kauptún úti á landi eru gerðir á skrifstofu skipulagsstjóra, sem er kostuð af ríkinu. Ég veit, að hv. þm. skilur þann meginmun, sem þarna er.