11.01.1952
Efri deild: 57. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í C-deild Alþingistíðinda. (3038)

152. mál, húsrými fyrir geðsjúkt fólk

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi brtt. frá hv. 4. þm. Reykv. (HG):

„Á eftir 2. gr. komi ný grein, svo hljóðandi: Ríkisstjórnin skal, ef þörf krefur, gera ráðstafanir til þess að auka við húsnæði geðveikrahælisins á Kleppi, með viðbyggingum eða á annan hátt, svo að jafnan sé hægt að veita viðtöku án tafar sjúklingum þeim, sem um ræðir í 1. grein.“

Brtt. er of seint fram komin og skrifleg, og þarf því tvöföld afbrigði, sem ég leita hér með.