14.01.1952
Efri deild: 58. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í C-deild Alþingistíðinda. (3048)

152. mál, húsrými fyrir geðsjúkt fólk

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Ég vildi mælast til þess fyrir hönd n., að þetta mál verði tekið út af dagskrá, þar sem n. hefur ekki unnizt tími til að athuga það eins og hún vildi, og þar sem n. getur ekki heldur lokið athugun á því í dag, að því er ég hygg, vil ég leyfa mér að biðja hæstv. forseta að taka það ekki heldur á dagskrá á morgun.